„Life´s most persistent and urgent question is, “What are you doing for others?”“
-Martin Luther King Jr.

Karmavinna þessa árs hjá krabbanum er úrlausn sameiginlegra fjármála (mögulega með viðskiptafélaga) og veikindi maka. Ríkuleg sjálfsafsala og þjónusta við aðra er það sem einkennir árið en fólk gæti því miður einnig krafist mikils af þér og þú gætir lent á einstaklingum í vinnu sem eru ósanngjarnir og erfiðir í umgengni. Umburðarlyndi og þolinmæði gagnvart náungann er það sem þú munt þurfa að beita fyrir þér.

Mikil orka og fjör einkennir krabbann í október og þetta sýnir hann í dugmiklum þrifum og skipulagi. Sólin rennur nú í gegnum meyjumerkið til miðs október og er þetta sá tími ársins þar sem maður sér fólk undirbúa fyrir veturinn og skipulag og hreinsun á hug og hjörtu fólks – sérstaklega hjá krabbanum, meyju og hrút. Afturför Mars orsakar krabbanum visst varnarleysi og endurskoðun í tengslum við atvinnumál en krabbinn þarf aðstoð sem stendur því miður á í oktober. Í nóvember fara málin að skýrast meir og stuðningur verður afgerandi. Þessi stuðningur gæti verið frá föður, kennara eða erlendis frá.

Í október lendir Venus í húsi andlits, tjáningar og útlits hjá krabbanum og þetta er tíminn þar sem krabbinn vaknar ljómandi fagur og skínandi öllum til yndisauka. Að mála sig, snyrta, dressa upp og fegra verður hugaryndi krabbans í október en heimilið og nánustu vinir gætu einnig hlotið sömu athygli.