September verður tími rómantíkur, hamingju og ástar fyrir fallega ljúfa krabbann. Venus ljáir honum ást, fegurð, munað og nautnir á meðan hann rennur yfir rísanda krabbakortsins.

Þú hefur ríka þörf til að þess að tengjast fólki og átt afar auðvelt með að aðlagast í öllum samskiptum og skapa samhljóm hvar sem þú kemur. Þar sem fyrsta húsið eða rísandi táknar ávallt upphafspunkt er þetta tími þar sem ástin kemur heim, eða rómantík bankar upp á og rómantísk sambönd hefjast í lífi þínu. Þetta geta verið hvers kyns sambönd virðingar, ástar og samhljóms.

Í þrjú misseri hefur krabbinn verið að eiga við vissa stöðnun, einveru, útgjöld eða missi en í september verður breyting á þar sem það opnast fyrir félagsskap, hópastarf, mannúðarvinnu sem og gnægtir af nýjum vinum, vini mögulega erlendum eða af annarri menningu eða hugsun. Þessi áhrif munu vara næstu 18 mánuðina og á þessum sama tíma má búast við sveiflukenndum eða erfiðum samskiptum við börn undir sömun áhrifum.