Stundum er einfalt best. Eins og þessi uppskrift sem ég fann á síðunni Natasha‘s Kitchen þegar maður er gjörsamlega andlaus og nennir eiginlega ekki að elda. Verði ykkur að góðu!

Steikt hrísgrjón með beikoni og mangó

Hráefni:

8–10 sneiðar beikon, skornar í bita
1 mangó, skorið í teninga
4 bollar soðin hrísgrjón (mega vera dagsgömul)
graslaukur, smátt saxaður

Aðferð:

Takið til pönnu og hitið hana yfir meðalhita. Steikið beikonið þar til það er næstum því stökkt. Skiljið um það bil 2 matskeiðar af beikonfitu eftir í pönnunni. Bætið mangó út í og steikið í 2 til 3 mínútur með beikoninu. Bætið hrísgrjónum saman við og hitið í gegn. Berið fram með graslauk, en hér er tilvalið að prófa sig einnig áfram með einhvers konar sósu.