Ég fann þessa uppskrift á síðunni Masala Herb og féll kylliflöt fyrir þessum rétti. Hann er afar einfaldur en rosalega bragðmikill og fyllir magann af gleði. Mæli virkilega mikið með þessum.

Lágkolvetna kjúklingaréttur

Marinering – Hráefni:

1 msk. púðursykur
1 msk. hrísgrjónaedik
2 msk. sojasósa
½ tsk. cayenne pipar
½ tsk. pipar
2 msk. maíssterkja
300 g kjúklingur, skorinn í bita

Önnur hráefni:

2 msk. olía
2 stórir vorlaukar, skornir í bita
1½ msk. blanda af engiferi og hvítlauk (ferskt)
150 g sellerí, skorið í bita

Aðferð:

Byrjum á marineringunni. Blandið sykri, ediki, sojasósu, cayenne pipar og pipar saman í lítilli skál. Setjið kjúkling í stóra skál og hellið marineringuna yfir sem og maíssterkjunni. Blandið vel saman. Látið marinerast í að minnsta kosti fimm mínútur. Hitið olíu í pönnu og bætið vorlauknum út í. Hrærið í um mínútu áður en engiferi og hvítlauk er bætt saman við. Blandið vel saman. Bætið sellerí saman við og hrærið í 1 til 2 mínútur til viðbótar. Lækkið hitann og gerið pláss í miðjunni fyrir kjúklinginn og marineringuna. Blandið öllu vel saman og eldið þar til kjúklingurinn er eldaður. Skreytið með vorlauk og berið fram með hrísgrjónum eða brauði.