Oft vantar mann innblástur að kvöldmat, svo ég tali nú ekki um hollan kvöldmat sem bæði ungir og aldnir njóta. Ég hef undanfarna mánuði fullkomnað þessa tómatsúpu sem er gjörsamlega ómótstæðileg og er bjargar mér oft þegar ég er andlaus í eldhúsinu.

Tómatsúpa

Hráefni:

2 msk. ólífuolía
1 laukur, saxaður
½ tsk. salt
¼ tsk. pipar
4 hvítlauksgeirar, smátt saxaðir
800 g tómatar í dós
½ tsk. sykur
½ bolli kjúklinga- eða grænmetissoð
15 fersk basilíkulauf, þunnt skorin
1/3 bolli rjómi

Aðferð:

Hitið olíu í potti og steikið lauk, salt og pipar yfir meðalhita þar til laukurinn er mjúkur og gagnsær, í um 5 til 7 mínútur. Bætið hvítlauk saman við og steikið í um mínútu. Bætið tómötum, soði og basilíku saman við. Látið malla í um tuttugu mínútur. Takið af hitanum og látið kólna aðeins. Setjið blönduna síðan í matvinnsluvél og maukið eða maukið með töfrasprota. Setjið blönduna aftur í pottinn og bætið við rjóma. Hrærið og náið upp hita í súpunni yfir meðalhita. Berið strax fram með basilíku, rjóma og parmesan.