Laumufarþegi um borð í indversku flugi
Kom í heiminn í háloftunum.


Farþegi í flugi frá Delhi til Bengaluru með indverska flugfélaginu Indigo lenti í heldur óvenjulegu atviki á dögunum þegar barn sem hún bar undir belti ákvað fyrirvaralaust að láta sjá sig ansi löngu fyrir tímann.
Móðirin nýbakaða hafði fengið að fara í flugið vegna þess að hún var ekki komin yfir 32ja vikna markið á meðgöngunni. Barnið, sem reyndist drengur, komst klakklaust í heiminn með dyggri aðstoð flugþjónustufólks sem og kvensjúkdómalæknis, Sailaja Vallabhaneni, sem var fyrir tilviljun stödd um borð.
A baby boy was born on board Indigo flight from Delhi to Bangalore today. In all likely baby is getting life long free @IndiGo6E free ticket. Great work by Indigo crew today. Kudos to the team @IndiaToday pic.twitter.com/mxn16dgigf
— Nagarjun Dwarakanath (@nagarjund) October 7, 2020
Flugáhöfnin fékk einróma lof fyrir frábæra samvinnu. „Var í 6E 122 fluginu til BLR, kona fæðir barn í miðju fluginu, undraverð samvinna hjá Indigo flugáhöfninni,“ tísti farþeginn Prabhu Stavarmath til að mynda. „Þau settu upp sjúkraaðstöðu á nokkrum mínútum og svo heyrðist grátur í ungabarni. Dr. Shailaja Vallabhani var til allrar hamingju í þessu flugi! Takk Guð, og öll Indigo-áhöfnin.“
Annar farþegi, Moses Marton, hafði þetta að segja:
Was on @indigo6E 122flight to BLR,woman gives birth to a baby boy mid-air,amazing team work of Indigo flight attdnts.Cabin crew is not just there to pour teacoffee in ur cups.Thy r well trained 2 handl any kind of situations on board wich includes child birth as well.@forever.6e pic.twitter.com/lcmfMZnc30
— Moses Marton (@MosesMarton) October 7, 2020
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem barn fæðist í miðju flugi. Drengur fæddist um borð í flugi í Alaska í ágúst síðastliðnum, og hefur hann fengið nafnið Sky. Í síðasta mánuði þurfti svo egypskt flug frá Kairó til Lundúna að reyna neyðarlendingu þegar farþegi áttaði sig á því að hún væri að fara að fæða. Ekki tókst þó að komast á jörðina tímanlega, þannig að fæðingin átti sér stað um borð, og var sú líka með aðstoð læknis sem fyrir tilviljun var staddur um borð.