Þó hann sé best þekktur fyrir gítarspil þá var píanó fyrsta hljóðfærið sem Lenny fékk ástríðu fyrir. Hann á ennþá sitt fyrtsa píanó frá barnæsku og nú hefur hann í samvinnu við Steinway & Sons hannað sitt eigið píanó. Það verða einungis 10 stykki framleidd og seld á um 500.000$ eða um 70.milljónir íslenskar krónur. Hluti af ágóðanum fer til Harlem school of the Arts þar sem Kravitz lærði þegar hann var barn.

Það tekur um 200 klukkustundir fyrir teymið að handsmíða hvert píanó úr klettahlyn og þar á meðal eru petalarnir steyptir úr bronsi. Kravitz lýsir stílnum sem Art deco blandað með afrískum útskurði.

 

 

 

 

 

Kravitz á verkstæði Steinway & Sons.

 

 

 

 

 

 

 

Frétt frá Architectural Digest