Þessi uppskrift er af matarvefnum Delish, en þetta salat er alveg ótrúlega saðsamt og svakalega gott!

Ketó avókadó salat

Hráefni:

3 msk. mæjónes
2 tsk. sítrónusafi
1 msk. graslaukur, smátt saxaður
salt og pipar
6 harðsoðin egg, án skurnar og skorin í bita
1 avókadó, skorið í teninga
kál
eldað beikon

Aðferð:

Blandið mæjónes, sítrónusafa og graslauk saman í meðalstórri skál. Saltið og piprið. Bætið eggjum og avókadó saman við og blandið saman. Berið fram með káli og beikoni, eða ketó brauði.