Í þættinum er farið yfir víðan völl. Viðtalið við Dröfn Ösp aka DD-Unit heldur áfram og segir hún frá leyndarmálum og skandölum bakvið tjöldin í Ellen þættinum. Skilnaðurinn hans Phil Collins var ræddur og allt í kringum það furðulega mál og svo ræddum við Sharon Stone og þá glænýju ákvörðun sem hún var að taka. Þetta er aðeins lítið brot. Eina leiðin til að komast til botns í þessu öllu saman er að hlusta.