Fyrri hlutinn mun einkennast aðskilnaði, einangrun, afsölu, missi og útgjöldum en sá seinni af frumkvæði, jákvæðum stuðningi frá föður, yfirvaldi, lögsýslu eða stjórnsýslu. Fyrri hlutinn snýst um orkuleysi og ringulreið en sá seinni um skýra stefnu, jákvætt orkuflæði, kraftmikils stuðnings, skemmtilegra ferðalaga og/eða þekkingarleitar.

Fullt Tunglið í ágúst er eilítið sárt og ljóninu erfitt. Gæti helst einkennst af ágreiningi, þröskuldum, heilsuleysi, skorti og/eða útgjöldum, en vittu til fallega ljón, hjálpin og ljósið er rétt handan við hornið.

Ágúst mun þó allur einkennast af miklum og sjálfslausum kærleika frá vinum og áhrifaríkum einstaklingi – Gæti verið eldri frænka eða mjúkur frændi. Einhver með völd verður til staðar og skapar kærleiksríkan farveg.

Fallega ljónið upplifir sig elskað og verðugt á þessum tíma. Síðustu misseri hafa boðið uppá marga nýja og góða vini en mögulega óvenjulega og mjög áhugaverða. Ágúst verður mánuður þar sem mikill kærleikur birtist í gegnum vini og markmið ljónsins taka á sig áþreifanlegri mynd, sérstaklega eftir miðjan mánuð eldorkan í kortinu fer frá nánast engu yfir í blússandi blóma. Eftir miðjan mánuð getum við séð mikla handleiðslu og yfirvald reynist ljóninu vel.