Fyrri hluti septembermánaðar er tími forystu og ljóma í lífi ljónsins – seinni hlutinn hins vegar tími aukins tekjuflæðis og hækkandi status. Ljónið ber ávallt sterka forystu en í september er þessi forysta afar sýnileg og ljónið lætur ljós sitt skýna eins og ljóninu einu er lagið.

Kæra ljón, í gegnum virka skoðun sjálfsmyndar skaparðu þér aukið tekjuflæði og þá mögulega í gegnum skriftir, nýja samninga eða einhvers konar miðlun, tjáningu (kennslu) eða ræðumennsku.

Allt sem lýtur að börnunum þínum, fjárfestingum og sköpun er umvafið lukku og þenslu, þó að visst varnarleysi einkenni þessi sömu mál á sama tíma. Þú getur þó treyst að allt fari vel hvað þessa málaflokka varðar. Gríðarleg lukka tengist inn á svið fjárfestinga svo núna gæti gert vart við sig ný tækifæri til gróðrasamra fjárfestinga. Eins gætu þínar núverandi fjárfestingar stækkað, batnað eða fegrast og/eða þú fengið viðeigandi stuðning til þess. Hafðu augun opin!