Mars er ávallt mikill hvati töfra og blessana fyrir ljónið og hefur hún nú kveðið að sér á vettvangi sambanda – bæði viðskiptalegra og persónulegra. Vegna heits eðlis Mars getum við fyllilega gert ráð fyrir því að þessar nýju, skemmtilegu og árangursríku sambönd munu einkennast af hita, ástríðu, hraðri framvindu, rifrildum, og mögulega einnig siðleysi, fljótfærni og hvatvísi.

Þann 28. mars rann Venus inní hús frama og atvinnu hjá ljóninu. Þegar Venus kemst inná vettvang nautsins skapast afar kröftug Venusorka í öllum kortum og sýnir hún sig á sviði atvinnu, orðstírs, föður og frama í korti ljónsins. Ljónið getur búist við auknum efnislegum stuðningi í gegnum þessa málaflokka og mun bara aukast stigvaxandi eftir því sem líður á sumarið, en sérlega áberandi rétt á meðan Sólin rennur til liðs við Venus frá 15. maí til 15. júní. Með Venus í húsi yfirvalds í þennan langa tíma fram til lok júlí, gæti einnig þýtt að það skapist ástartenging við yfirmann eða einhvern í yfirmannsstöðu í lífi þínu.

Elsku ljón – ég hvet þig til að nýta þennan tíma vel til að hefja viðskipti af hvers kyns toga. Stjörnur þínar falla vel til hvers kyns viðskipta og markvissa uppbyggingu í gegnum bandalag og gagnkvæman stuðning. Þetta er mánuðurinn þar sem orðstír og upphafning eru í forgrunni og nú er um að gera að leggja eggin sín á vogarskálarnar og keyra sig í gang af fullri alvöru. Treystu innsæinu og láttu eftir þér að leitast við styrkjum og stuðningi því tíminn er núna!