Kröftugir umbreytingarkraftar verða að verki í lífi ljónsins í júlí . Mars tekur sér stöðu þar sem hann nær að velta grunnstoðunum og breytikraftar verða öflugir. Þetta eru allt góðar breytingar og gætu falið í sér stuðning til breyttra og bættra heimilisaðstæðna. Mikill hraði tekur forgrunn rétt á meðan en á sama tíma mikill lífskraftur og lífsgleði.

Hræringar eru í kringum vini. Vinir munu hverfa á braut en mögulega nýir og betri vinir sjá dagsins ljós – Vinátta við óvenjulega eða erlenda einstaklinga gerir vart við sig. Samskipti við erlend yfirvöld varðandi framtíðarmarkmið verða árangursrík og góð. Mikilvæg markmið gætu verið að taka sér mynd í júlí og viðskipti eða samskipti við hópa og vini eru uppá 10.

Mikil sköpun og skapandi tjáskipti er í kringum ljónið í sumar og þetta verður sérlega árangursríkt í júlí. Með Venus sterkan á sviði atvinnumála í sumar skapar rómantík eða ást í á vettvangi atvinnu. Einhver ástaráhugi eða viðleitni sýnir sig í einhverjum í vinnu eða mögulega frá kúnna sem þú hittir í gegnum vinnu. Yfirvald sýnir kærleiksríkan stuðning og skapar þér góðan farveg kæra ljón. Í ágúst kemur svo smá lægð í lífi ljónsins svo nýttu vel kröfuga orkuna í júlí til að snúa málunum þér í hag.