„Every heart sings a song, incomplete, until another heart whispers back. Those who wish to sing always find a song.“
-Plato

Í október er Venus ferðafélagi ljónsins. Venus miðlar fyrst og fremst hamingju til ljónsins en þar sem erfiður Merkúr liggur í Venusarmerki gæti þessi hamingja og rósrauða ára sveiflast dag frá degi. Samskipti í fjölskyldu og meðal vina verða óþægileg og brengluð á einhvern hátt.

16. október fer Sólin sjálf, ráðandi pláneta ljónsins og hennar áhrifamestu áhrif inní vogina en skapast þá svokölluð parivartanayoga á milli hennar og Venus í fyrsta húsi. Þetta gæti orsakað óvænt og afar ánægjuleg samskipti, handavinnu og/eða ferðalög. Þriðja húsið er þemað í október en það er afar hreyfanlegt, samskiptaglatt og dugmikið hús. Táknar vinnusemi, dugnað, ferðalög, erfil, handavinnu, sköpun og skriftir. Þessir málaflokkar gætu tekið sér stórt sæti í lífi þínu, og á afar skemmtilegan og óvenjulegan máta sökum sterkar úranusáhrifa í þessari súpu.

Ástin og ástleitin samskipti eru þó undirstöðurnar og ættu að gera þér glaðan dag elsku ljón. Rahu hefur nú tekið sér sæti í húsi frama og er hann líklegur til að skjóta ljónsbörnunum öllum hátt upp á stjörnuhimininn næstu 18 mánuði svo haltu þér fast og njóttu ferðalagsins.