“The secret of your future is hidden in your daily routine.”
Mike Murdock

Bjarta ljónsbarn – Sólin er mikilvægasta plánetan til skoðunar í þínu korti þar sem hún er ríkjandi yfir kortinu þínu í heild sinni. Ferðalag hennar verður ávallt markandi fyrir þema, stefnu og gæði lífs þíns. Sólin tekur skýrum stakkaskiptum um miðjan mánuðinn og því mikilvægt að skoða áhrifin í lífi þínu fyrri hluta desember og svo þann síðari. Frá byrjun desember til sextánda skipa bæði Merkúr og Sól vettvang heimilis, móður, tilfinninga og farartækja. Kröftug sameining þessara tveggja pláneta skapar ávallt status og tekjur fyrir ljónið þar sem Merkúr er kröftug efnislega fyrir ljónsmerkið – þá á þessum tíma tekjur eða áþreifanlegar bætur sem varða þessa málaflokka.

Heimilið og hjarta mun blómstra á mjög áþreifanlega máta fyrri hluta desember, samskipti verða afar þægileg, auðveld og hlý með fallegan Venus á þeim vettvangi. Mars hefur setið á erfiðum vettvangi fyrir ljónið, af og á, frá því snemma í vor og þetta hefur skapað erfitt umhverfi í tengslum við föður, lögmenn, stuðning og ráðgjafa, þetta erfiða og andsnúna karma mun taka sér enn erfiðari mynd dagana 9-13. desember þegar Ketu tekur Mars kverkataki og mun þá sérkennileg, óvænt eða furðuleg vandamál birtast en þá líklega aðeins tímabundið. Þetta mun sem betur fer taka enda eftir jól og þú getur fagnað kröftugum, skyndilegum og nánast átakanlega miklum stuðningi í kjölfarið.

Í lokin langar mig að vekja athygli þína á því að á síðasta degi ársins þann 31. desember 2020 – mun Plútó sjálfur færa sig yfir í sjötta hús ljónsins en hann hefur verið á vettvangi fimmta húss síðan 2006. Plútó er mjög frumstæður kraftur og í eðli sér færir endalok og ný upphöf. Hann skapar áráttukennda orku sem fær okkur til að þrálátast yfir þeirri staðsetningu sem hann skipar. Þess vegna hefur ljónið átt í áráttu og/eða valdabaráttu í tengslum við börn, sköpun og fjárfestingar síðustu fjórtán ár. Áráttan þín færist nú yfir á örlítið þægilegri og ópersónulegri vettvang en það er atvinna, heilsa, skipulag, hreinlæti og rútína og líklegt er að uppstokkun muni eiga sér á vettvangi atvinnu ljónsins um áramót og fyrstu vikur nýja ársins.