Flugturninum við LAX, alþjóðaflugvöllinn í Los Angeles, barst síðastliðinn sunnudag óvenjulegt kall frá flugmanni American Airlines flugs: maður með bakpokaþotu („jetpack“) sást í 3000 feta hæð yfir flugvellinum. Að flugmannsins sögn var þotumaðurinn einungis um 30 metra frá flugvélinni.

Um það bil tíu mínútum seinna barst kall frá annarri vél. „Við vorum að sjá gaurinn með bakpokaþotuna,“ sagði sá flugmaður.

„Sýnið varúð,“ sagði turninn síðar, við aðra flugvél. „Borist hafa tilkynningar um manneskju með bakpokaþotu 300 metra fyrir sunnan ykkur.“

„Aðeins í LA,“ bætti turninn svo við kíminn.

Flugmálastjórn Bandaríkjanna (FAA) lýsti því yfir að ráðamenn hefðu gert lögregluyfirvöldum viðvart og að rannsókn stæði yfir á málinu. Einnig er Alríkislögreglan (FBI) að skoða málið.

Sjá má myndskeið um atvikið hér að neðan: