Makinn hlustar ekkert á mig. Við heyrum þessa setningu svo oft og er hun grunnurinn að tengslaleysi.

Í þessum þætti skoðum við hvernig ég get orðið góður hlustandi!

Æfið ykkur endilega á þessu.
Spurningar sem þú getur spurt á meðan þú hlustar: 

1.     Hvað ertu að upplifa?

2.     Hvað annað ertu að upplifa?

3.     Hverjar eru grunnþarfir þínar hérna?

4.     Hvers óskar þú þér helst?

5.     Hvernig þróaðist þetta allt?

6.     Hverjir eru aðal karakterarnir í þessum grunn tilfinningum sem þú ert að tala um?

7.     Hvað viltu raunverulega segja hérna? Og við hvern?

8.     Hvaða tilfinningar eru hér sem þú óttast að tala um?

9.     Eru einhverjar blandaðar tifinningar hér? Hverjar eru þær?

10.  Hverjir eru valmöguleikar þínir eins og þú sérð þá?

11.  Hverjir eru + og – við valmöguleika þína?

12.  Upplifir þú að þetta hafi haft áhrif á samband þitt (eða önnur sambönd) ef svo, hvernig?

13.  Er einhver möguleiki á að þú hafir viljað gera hlutina öðruvísi? Ef svo, hvernig?

14.  Hverjar eru skyldur þínar hér?

15.  Áttu einhverja möguleika?

16.  Hvers væntir þú af mér?

17.  Hvað segja gildi þín þér hérna?

18.  Hugsaðu um einhver sem þú lítur upp til, hvað myndi hann eða hún gera og hvernig myndi viðkomandi sjá þessar aðstæður?

Tjá skilning og samkennd á meðan þú hlustar: 

1.     Ég get sett mig í þín spor

2.     Þú hlýtur að upplifa þessar aðstæður erfiðar/vonlausar

3.     Þú ert í erfiðum aðstæðum hérna

4.     Ég get fundið sársauka þinn

5.     Ég vildi óska að þú þyrftir ekki að upplifa þetta

6.     Þetta hljómar virkilega illa og hlýtur að taka á

7.     Þú hlýtur að upplifa þig hjálparlausa/n

8.     Ég er algjörlega sammála þér

9.     Þú hljómar virkilega sannfærandi

10.  Ég skil mjög vel að þú sért í uppnámi

11.  Ég held þú hafir rétt fyrir þér hérna

12.  Ég skil, leyfðu mér að draga þetta saman, það sem þú ert að upplifa hér er…

Hlustunar æfing: 

Skiptist á að spyrja hvert annað þessara spurninga:

Notaðu þá listann á undanförnum bls. til að hjálpa þér að verða góður hlustandi

Segðu mér hvað í heiminum fær þig til að upplifa þessar tilfinningar:

Reiði
sorg
hrædd/ur/áhyggjufull/ur
vonglaða/n
Hamingjusama/n
Bjartsýn/n
Örvængingarfull/ur
Streitufulla/n