7 ára sonur minn spurði mig

„hvað er klám?“

Hann og vinur hans horfðu stóreygðir á mig og tróðu í sig grillaðri samloku með skinku og osti.

Það var ansi freistandi að snúa útúr og tala um Klovn eeeeennnnn þetta samtal þarf að tækla!

Klám = allsbert fullorðið fólk að koma við eigin kynfæri eða kynfæri annarra

Eins og með allt efni á netinu þá á það takmarkað skylt við raunveruleikann og því er það ekki eitthvað sem við hermum eftir eða lærum af.

Okkur getur þótt þetta spennandi, hræðilegt, fyndið, forvitnilegt, ógeðslegt, skemmtilegt og skrýtið og það er allt í lagi en þetta er bannað börnum rétt eins og sumt er, bæði bíómyndir og tölvuleikir og orkudrykkir og allskonar annað, þess vegna er ekki mælt með því að krakkar séu að skoða þetta, það er bara þannig.

Taktu samtalið – það er alltaf betra en að 🙈🙉🙊

Það er enginn réttari tími en annar. Spurning um að hendast í göngutúr eða 🚗túr og kannski kaupa 🍦 og spjalla saman:

– Hefurðu heyrt um eitthvað sem kallast klám?
eða
– Hefurðu sèð eitthvað á netinu sem þér fannst skrýtið eða óþægilegt eða ógeðslegt?

OG

Þú maátt alltaf ræða við mig um hvað sem er, bæði það sem sérð heyrir og eða gerir, ég lofa að reiðast ekki og við bara spjöllum saman og förum í gegnum þetta ❤️

View this post on Instagram

7 ára sonur minn spurði mig “hvað er klám?” Hann og vinur hans horfðu stóreygðir á mig og tróðu í sig grillaðri samloku með skinku og osti. Það var ansi freistandi að snúa útúr og tala um Klovn eeeeennnnn þetta samtal þarf að tækla! Klám = allsbert fullorðið fólk að koma við eigin kynfæri eða kynfæri annarra Eins og með allt efni á netinu þà à það takmarkað skylt við raunveruleikann og því er það ekki eitthvað sem við hermum eftir eða lærum af. Okkur getur þótt þetta spennandi, hræðilegt, fyndið, forvitnilegt, ógeðslegt, skemmtilegt og skrýtið og það er allt í lagi en þetta er bannað börnum rétt eins og sumt er, bæði bíómyndir og tölvuleikir og orkudrykkir og allskonar annað, þess vegna er ekki mælt með því að krakkar séu að skoða þetta, það er bara þannig. Taktu samtalið – það er alltaf betra en að 🙈🙉🙊 Það er enginn réttari tími en annar. Spurning um að hendast í göngutúr eða 🚗túr og kannski kaupa 🍦 og spjalla saman: – Hefurðu heyrt um eitthvað sem kallast klám? eða – Hefurðu sèð eitthvað á netinu sem þér fannst skrýtið eða óþægilegt eða ógeðslegt? OG Þú màtt alltaf ræða við mig um hvað sem er, bæði það sem sérð heyrir og eða gerir, ég lofa að reiðast ekki og við bara spjöllum saman og förum í gegnum þetta ❤️

A post shared by Sigga Dögg (@sigga_dogg_sexologist) on