Forsetakosningar í Bandaríkjunum eru um margt sögulegar. Áratugagamalt met í kosningaþátttöku var slegið, Joe Biden verður elsti forseti í embætti og Kamala Harris fyrsta konan í embætti varaforseti. En það er meira sögulegt við kosningarnar, nefnilega hundurinn hans Joe, Major.

Joe og Major ganga saman úr hundaathvarfinu.

Sjá einnig:

25 hlutir sem þú vissir ekki um Joe Biden

Major verður fyrsti hundur úr hundaathvarfi í sögunni til að búa í Hvíta húsinu. Major hefur verið hluti af Biden-fjölskyldunni síðan árið 2018 þegar að hún tók hann að sér, en fyrir það hafði hann dúsað í hundaathvarfi í Delaware.

Forsetahvutti.

Joe og eiginkona hans Jill heyrðu fyrst um tilvist Major þegar að dóttir þeirra sýndi þeim myndir af goti sem þurfti tímabundið heimili. Joe og Jill tóku Major tímabundið í fóstur en féllu svo fyrir honum að þau ákváðu að taka hann að sér til frambúðar.

Joe og Jill með hundana.

Biden-fjölskyldan á einnig annan hund, þýska fjárhundinn Champ, sem hefur verið hluti af fjölskyldunni síðan árið 2008. Nú eru Champ og Major bestu vinir – órjúfanlegur hluti af fjölskyldunni sem flytur í Hvíta húsið í janúar á næsta ári.

Hundarnir tóku virkan þátt í kosningabaráttunni.