Getum við plís farið aftur til fortíðar og endurvakið nekt í náttúrulaugum?!

Èg fann nokkrar yndislegar heitar laugar à ferð minni um Vestfirði núna um hátíðarnar og gvuð minn góður hvað það var gott að vera bara allsber!

Í einum pottinum var einmitt kviknakið par og við bara strippuðum fyrir framan þau og klöngruðumst ofaní og svo bara spjölluðum við um lífið og tilveruna. Ekkert kynferðislegt eða erótískt, bara venjulegt. Enda erum við öll allskonar og það þarf að normilæsera nektina (eins og t.d Nova gerði í sinni auglýsingu og Skaupið margumrædda!)

Það er svo mikið frelsi í nektinni og að fjarlægja kynlíf frá henni – eða hvað?

Meiri nekt eða minni nekt?