Meistaraverk ársins 2020
Þvílík veisla fyrir augað!


Búið er að velja handhafendur hinna virtu Architecture MasterPrize fyrir árið 2020 en á lista yfir sigurvegara kennir ýmissa grasa.
Það er ávallt beðið með mikill eftirvæntingu eftir þessum lista en í ár bárust 1500 tillnefningar inn í keppnina alls staðar að úr heiminum.
Arkitektúr í allri sinni dýrð er verðlaunaður í Architecture MasterPrize-keppninni, allt frá grænum lausnum yfir í risastór mannvirki og allt þar á milli.
Við skulum kíkja á nokkra af sigurvegurunum, en heildarlistann má sjá hér.
Nocenco -kaffihúsið
Siguvegari í flokknum innanhússhönnun ársins
Staðsetning: Vinh-borg, Víetnam
Arkitektar: Vo Trong Nghia og Nguyen Tat Dat
Um er að ræða kaffihús á efstu hæð og klúbb á þakingu á Nocenco-kaffihúsinu í miðbæ Vinh-borgar. Óvenjuleg hráefni sem finnast á svæðinu voru notuð við hönnun og byggingu rýmis og er þar bambus í aðalhlutverki.
Thammasat þéttbýlisbúið á þakinu
Sigurvegari í flokknum landslagshönnun ársins
Staðsetning: Bangkok, Taíland
Arkitekt: Kotchakorn Voraakhom
Um er að ræða stærsta þéttbýlisbú í Asíu, en það var hannað til að takast á við loftlagsvána, draga úr flóðum og þurrki. Búið er á þaki Thammasat-háskólans og sýnir hvernig hægt er að breyta steinsteyptum þökum í umhverfisvænar lausnir með nútíma arkitektúr. Þakið notar til dæmis regnvatn til að búa til orku og rækta mat fyrir háskólanemendur.
Prague augað
Meðal bestu í endurbótum
Staðsetning: Prag, Tékkland
Arkitekt: Petr Janda
Yfirvöld í Prag hafa ráðist á miklar endurbætur á árbökkum borgarinnar og er aðaláhersla lögð á að umbreyta 20 hvelfingum í til að mynda kaffihús, listagallerí og vinnuaðstöðu. 6 af þessum hvelfingum eru aðgengilegar með snúanlegum gluggum sem eru hugsanlega þeir stærstu sinnar tegundar í heiminum.
Pirouette-brúin
Meðal bestu í samgönguhönnun
Staðsetning: Nanjing, Kína
Arkitektar: Guang Xu og Dandan Wang
Tilgangur þessa mannvirkis er að tengja samfélagið á staðnum á nýjan hátt og umbreyta mismunandi undirlögum í nýja lífsreynslu fyrir gesti og gangandi.
18 Robinson
Meðal bestu í hönnun á háum byggingum
Staðsetning: Singapúr
Arkitekt: Robert Whitlock
Hönnun 18 Robinson undirstrikar allt sem einkennir hina nútímalegu Singapúr. Hér takast á andstæður – steinsteypa og gróður – með miklum tilþrifum. Þessar andstæður gera það að verkum að byggingin virðist vera fislétt.
Singha D’luck leikhúsið
Meðal bestu í „commercial“ arkitektúr
Staðsetning: Pattaya, Banglamung, Chonburi, Taíland
Arkitektar: Prabhakorn Vadanyakul og Suwat Vasapinyoku
Mögnuð bygging þar sem skuggar eru notaðir til að blekkja augað. Byggingin virðist fljóta í loftinu og lítur ekki eins út frá öllum hliðum. Innan í byggingunni eru einnig miklir töfrar þar sem sviðslistamenn nota nútímatækni til að blekkja auga áhorfandans.
Yingliang Stone Natural History Museum
Meðal bestu í endurbótum
Staðsetning: Xiamen, Kína
Arkitektar: Yingfan Zhang og Xiaojun Bu
Safnið er í höfuðstöðvum grjótframleiðanda í Xiamen. Á áralöngum ferli í námugreftri hefur grjótframleiðandinn sett saman teymi fornleifafræðinga sem hefur fundið fjölmarga steingervinga sem eru til sýnis í safninu.
He Art-safnið
Meðal bestu í arkitektúr ársins
Staðsetning: Shunde, Guangdong, Kína
Arkitekt: Tadao Ando
Safnið er óhagnaðardrifið og var aðalviðfangsefni arkitektsins að búa til andstæður með rúmfræðilegum formum, ferhyrningi og hring. Í safninu er eini tvöfaldi, undni stigi heims úr steinsteypu sem er hreint út sagt stórkostlegur.
Götudýrin í Suður-Perth
Meðal bestu í innsetningum
Staðsetning: Suður-Perth, Ástralía
Fyrirtæki: Iredale Pedersen Hook Architects með Place Laboratory og ETC
Dýrin eru abstrakt og voru valin til að undirstrika það góða starf sem fram fer í dýragarðinum í Perth.
„Wandering in the Woods“ í Montessori-leikskólanum
Meðal bestu í hönnun á menntastofnunum
Staðsetning: Kína
Arkitekt: Liu Jinrui
Súlur og geislar verða að trjám og brúm og stigar og rennibrautir virkja rýmin. Í svokölluðum tréhúsum eru einkarými fyrir börn til að lesa og föndra.
Salesforce Transit Center-garðurinn
Meðal bestu í stórum landslagsverkefnum
Staðsetning: San Francisco, Bandaríkin
Hönnunarteymi: Pelli Clarke Pelli Architects og Adamson Associates Architects
Þessi garður tengir saman 11 samgöngukerfi en á þakinu er garður sem leiðir gesti og gangandi í ýmis ævintýri. Hér er reynt að afmá skil á milli þaks og jarðarinnar og er þakið hannað til að hleypa dagsbirtu niður í samgöngumannvirkið undir því.
Carner Barcelona-ilmvatnsverslunin
Meðal bestu í innanhússhönnun í verslunarrými
Staðsetning: Barselóna, Spánn
Arkitekt: Jofre Roca
Carner Barcelona framleiðir framúrstefnulega og einstaka ilmi. Við hönnun höfuðstöðva fyrirtækisins var leitast til að vernda hinn dæmigerða, katalónska hönnunarstíl en um leið halda fast í einkennismerki fyrirtækisins. Rýmið er hvítt til að tryggja að vörurnar fái að skína.