Þú upplifir þröskulda í karmísku skapandi starfi sem er hluti af þinni stefnu næstu 2 árin. Eins gæti maki virst sýna þér litinn áhuga undir þessu Tungli. Áhugi og athygli gæti vantað og hjartasár hreiðrað um sig. Þetta er þó lærdómur sálarinnar svo hafðu augun á stóru myndinni og mundu að við fáum öll tækifæri til að ganga þennan veg til auka þroska og skilning í hjartans málum.

Fallegir og gjöfulir hlutir eru að gerast í málum heimilis og fasteigna hjá meyjunni,  þó það gæti borið með sér umbreytingarkeim og rót verið á stöðugleika heimilisins. Annað hvort er hún að flytja inní draumahúsið eða að skapa sér draumaheimilið þar sem hún er. Meyjan hefur alltaf ríka þörf til hreiðurgerðar og á nú dásamlegan tíma heima við með uppáhaldsfólkinu sínu.

Þrátt fyrir mjúkt tilfinningalíf þá er hiti og rót í kringum sambönd og hefur verið um nokkra vikna skeið við viðveru Mars í sjöunda húsi. Mars er ávallt tengdur hita og bruna en er sérlega erfið fyrir meyjuna og skapar áflog þar sem hún kemur. Áflogin/átökin gætu tengst sárum leyndarmálum, kynlífi eða sameiginlegum fjármunum. Þessu lýkur um miðjan mánuðinn þegar Mars skapar meyjunni úrlausn þessara mála.

Faðir kemur sterkur inn með stuðning eftir miðjan mánuð, þetta gæti verið peningalegur eða eignatengdur stuðningur.

Fyrir einhleypu meyjuna mun ný ást gera vart við sig á vinnustað, þessi nýja ást gæti verið óvenjuleg, einstaklingur frá annarri menningu eða öðrum uppruna en þú sjálf/ur.