Þrátt fyrir mikinn óstöðugleika í tengslum við atvinnumál hjá allflestum á þessum fordæmalausum tímum þá er árið 2020 ár sigra í atvinnulífinu fyrir meyjuna. Það verða sveiflur og þú mátt vænta sveiflna, en árangur mun koma í miklum óvæntum stökkum. Ég tala um þetta núna í júlí dálki 2020 því þessi árangur mun ekki láta á sér kræla á tíma sólar í meyju frá 14. júní til 15. Júlí og í raun ennbetur á tíma sólar í vog frá 15. júlí til miðs ágúst. Eitthvað verður um skoðun og endurskoðun á viðskiptaháttum og þörfum fyrri hluta júlí mánaðar en því mun ljúka á 12 júlí þegar markviss stefna nýrra og afar árangursríkra viðskipta munu taka sér bólfestu í lífi þínu.

Þú býrð yfir sérstaklega miklum fókus og sérstaklega mikilli færni til að hugsa viðskiptalega þröskulda á hátt sem skapar þér forskot og ávinning. Meyjan býr yfir gríðarlega mikilli huglægra næmni og snilligáfu í augnablikinu.

Konur og maki eru sérstakir velunnarar fyrir meyjuna í júlí og munu styrkja öll málefni hennar. Ferðalög verða uppspretta mikilla nauta, forréttinda og munaðs.