Sól og Mars skarta svokölluð Moksha hús í september – hús sem eru falin og meira tengd sálartetri og öllum þeim verkfærum sem við höfum mannfólk til að tengjast æðra sjálfinu. Þessi verkfæri opna þér leið að dýpri sannleika – hvort sem það verður í gegnum aðra manneskju eða í gegnum eigin skynjun að þá verður þetta þér aðgengilegt í september.

Öll samskipti eru uppá topp tíu í september – atvinnulíf blómstrar og þú ert að njóta virðingar og athygli fyrir skipulags- og samskiptafærni. Undir þessum áhrifum gætirðu verið sýnilegur í fjölmiðlum og skartað þínu fegursta í því samhengi. Njóttu þessa fallega tíma og notaðu þessa djúpu og sterku tengingu við sálina til að auka við einlægar og fallegar tengingar í daglegu lífi.

Venus leggur leið sína um vettvang vina og mikið er um fagra, fágaða og kvenlega vini sem reynast þér vel. Innkoma ætti einnig að eflast í september. Mikla hamingju er að finna meðal vina og í mannúðarlegum störfum.