Ég fann þessa dásamlegu uppskrift á vefsíðunni Woman’s Day og fannst hún svo krúttleg og sniðug. Þurfum við ekki öll meiri ást í lífið á þessum dimma tíma?

Hjartabrauð

Hráefni:

8 tsk. mæjónes
4 brauðsneiðar
2 msk. smjör
4 stór egg
salt og pipar
ferskar kryddjurtir, saxaðar

Aðferð:

Smyrjið báðar hliðar brauðsneiðanna með mæjónesi. Notið kökumót til að skera út hjarta í miðju hverrar brauðsneiðar. Bræðið smjörið í pönnu yfir meðalhita. Bætið brauði (og hjartamiðjunni) á pönnunna og steikið í 5 mínútur. Snúið sneiðunum við og brjótið egg í miðjuna. Saltið og piprið. Lækkið hitann og eldið í 5 til 7 mínútur til viðbótar. Skreytið með ferskum kryddjurtum og berið fram.