“Never mistake law for justice. One is ideal, and law is a tool.”
L.E. Modesitt Jr.

Minn kæri – Stakkaskipti eru að eiga sér stað í kortum nautsins og ég ætla að gera mitt besta til að útskýra þau skipti. Í fyrsta lagi hefur líðan þín verið uppá marga fiska síðustu mánuði og hefur þú náð að snúa sálarlífinu hratt og vel við. Satúrnus var um langa hríð að skapa sáran aðskilnað, skilnað, eða erfiðleika í tengslum við sameiginlega sjóði en við því komu góðar lausnir haustið 2019 og síðan þá hefurðu notið friðsældar í sálinni, sem og góðs kynlífs og tekjuflæðis í gegnum viðskiptafélaga eða maka.

Þegar Júpiter færði sig undir lok nóvembermánaðar urðu enn á ný stakkaskipti í orkusviðinu þínu varðandi þessa málaflokka. Þú munt sjá að hlutirnir geta tekið hröðum stakkaskiptum og í desember myndast einhvers konar ný úrvinnsla með þessa málaflokka. Upphaflega við algjöra sameiningu Satúrnusar og Júpiters í desember gæti komið upp stór þröskuldur. Desember gæti orðið þungur en hafðu ekki áhyggjur því svo léttir fljótlega á nýju ári og nýjar lausnir gera vart við sig.

Satúrnus er erfið pláneta en nautið er þó svo lukkulegt að Satúrnus er bandamaður hans og veitir yfirleitt upphefð þar sem hann kemur þó hann vissulega haldi áfram að vera hann sjálfur, seinfara og þvermóðskufullur kernnari. Hann hefur verið í nánast heilt ár staðsettur í níunda húsi nautsins og þar hefur hann skapað þungar raunir varðandi lærdóm, sérnám líklegast, stuðning, ferðalög, kennara og frelsi. Satúrnus fyrir unga fólkið á þessum stað skapar oftast sérnám eða háskólanám, oft erlendis til fyrir okkur íslendinga. Þetta gæti hafa verið erfitt og torfarið síðasta árið en með komu Júpiters ættirðu loksins að sjá lausnir gera vart við sig. Fyrir eldri kynslóðina gæti Satúrnus þarna verið að skapa þörf fyrir stuðning og handleiðslu, annað hvort sem þú veitir eða þarft á að halda og átt erfitt með að þiggja. Sum nautin eru í dómsmáli og sinna hægförum skrefum í því öllu saman. Sumir hafa verið í einangrun og upplifað frelsishöft. Hvernig sem Satúrnus sýnir sig í þínu korti kæra naut, að þá er hann að fara að léttast og þó fjármál og kynlíf verði ekki eins gjöfult fyrir þig fyrst eftir breytinguna, fara þó að birtast lausnir, handleiðsla, eða lukka hvað lærdóm Satúrnus varðar, það er að segja: Sérnám, stuðning, ferðalög, frelsi og andlegan kennara, sem ég veit að mun verða þér gjöfult og ánægjulegt.