Góð tíð hjá nauti rísandi en mikill vöxtur á sér stað í málum eigna og tekna en í júlí fer mikið púður hjá þér í skoðun á hvað þú átt, hvað þú vilt eiga og hverju þú átt rétt á. Samningar varðandi eignir, fjárfestingar eða börn nautsins eru í skoðun í augnablikinu en breytingar eru væntanlegar í tengslum við þessa málaflokka – sér í lagi fyrir fimmtánda þessa mánaðar.

Einhvers konar erlend, ný og/eða óvenjuleg tekjulind hefur poppað upp í lífi nautsins þetta árið og viðskipti eru í miklum blóma í sumar – tekjur erlendis frá eru líklegar til að vera ríflegar. Þessi tekjulind mun skapa breytingar á vinnu og vinnuumhverfi en mikið gæti verið um erlend áhrif á þessu sviði til októberloka.

Þegar sterkur Venus sest á rísanda nautsins eins og raunin er allan júní og júlí þetta árið – missir nautið eilítið tökum á sínum innri nautnaseggi og búast má við ofáti, ofdrykkju og óhóflegum skemmtunum eða svefni þetta sumarið. Þetta er ávallt barátta í lífi nautsins.