Stjörnurnar eru sterkar í september – með fjöldann allan af plánetum á heimaslóðum í miklum styrk. Á slíkum tíma eru mörg kort sem ná miklum styrk en nautið er því miður ekki eitt af þeim. Sterkustu pláneturnar lenda á máttlausum staðsetningum eða undir erfiðum áhorfum.

Samböndin í lífi þínu kæra naut eru kostnaðarsöm og gætu komið þér óþægilega á óvart. Plúsinn þarna er að óvænt, örvandi, kynferðisleg og líklega afar leynileg sambönd gætu einnig birst þér undir þessum áhrifum.

September er tjáningarríkur mánuður fyrir þig og er karma þessa árs að eiga við lögmenn, ráðgjafa eða kennara. Samskiptin í september verða fyrst og fremst við þessa persónu/r. Þessi samskipti verða fyrstu dagana erfið en vaxa svo í blessun og gjöfum eftir því sem líður á mánuðinn. Þetta er mjög karmískt og er hér komið til að hjálpa þér að skilja sjálfan þig, þína heimsmynd og þitt pláss í þessum heimi.

Viðskipti og samskipti líta einnig að fjárfestingum og þar myndi ég hvetja þig til að taka af skarið því viðskiptin munu reynast þér vel. Fólk er samt iðulega að fela eitthvað fyrir þér í september svo vertu viss um að líta í öll horn áður en þú tekur af skarið.