Stjórnsýsla og/eða faðir mun reynast þér vel – til 16. júní. Sólin á þessum stað gerir það að verkum að við skínum björt eins og Sólin sjálf. Húðin glóir, heilsan styrkist og framsókn verður kröftugri.

Venus situr einnig sterk á rísanda nautsins með sólinni og skapar þar efnislega styrkingu í gegnum frama og atvinnumál. Venus í nauti getur vakið nautnasegginn til lífs og almennu óhófi í lífsins nautnum. Farðu því gætilega elsku naut. Reyndu að hafa hemil á leti, nautnum, ofáti o.s.frv. Fyrir utan Venus hinn fagra en plánetan Júpíter kölluð „Sá Góði“ því hann er sá sem ljáir okkur blessanir, stuðning, þenslu, handleiðslu og kærleikinn. Júpíter er nú afar illa staðsettur á milli Satúrnusar og Plútó og verður til lok júní. Fyrir utan það að skapa tálma á flæði blessana í raun öllum kortum þessa dagana, skapar þetta sér í lagi aðskilnað, mögulega skilnað, dauðsfall vinar eða ættingja eða einhvers konar sár endalok. Þvingaðar breytingar eða aðskilnaður er yfirvofandi og þú munt þurfa að leita þér stuðnings og aðstoðar vegna þessa. Þessi stuðningur verður þér erfiður og þú munt mögulega þurfa að leita til þeirra sem þú vilt síst þurfa að leita til.

Rahu dvelur á öðru húsi nautsins og skapar breytingar í fjölskyldu og tekjuflæði allt síðasta ár og fram til október. Tekjuflæði ætti að vera gott á þessum tíma en með Merkúr staðsettan á sama vettvangi í sumar er ljóst að ný viðskipta- og tekjuleið mun opnast (allavega tímabundið). Rahu er flokkuð sem „skítug“ pláneta og gæti orsakað flæði óheiðarlegra eða ólögmætra tekna.