Nautið nýtur fulls Tungls í húsi sérmenntunar og lagatengdra mála – það kristallast undir þessu Tungli hver stefnan verður í þeim málum næstu tvö árin að minnsta kosti. Karmað næstu tvö árin tengjast sérmenntun, endurmenntun eða tengingu við andlegan kennara. Fullt Tunglið í blessunarríku níunda húsinu færir nautinu hamingjuríkt tilfinningalíf og stuðning frá mikilvægum kennara.

Aðalpláneta nautsins liggur undir fallegum áhrifum Júpiters í ágúst og eftir erfið ár í sameiginlegum fjármálum þá skapast gríðarleg glæsileg U-beygja í þeim efnum. Sálarlíf nautsins blómstarar og allar umbreytingar þessa dagana leiða af sér eitthvað mjög gott.

Félagslíf er af erfiðari toganum til miðs mánaðar. Annað hvort reynast vinir óheiðarlegir eða veita óþægilegan og/eða óviðeigandi stuðning – Bjarnargreiði gæti það kallast á góðri íslensku. Um miðjan mánuðinn verða góð stakkaskipti hjá nautinu eins og flestum merkjum og við það léttast samskiptin við vinina en fjölskyldumál, útlit nautsins og tekjuflæði taka óvænt vinninginn í ágúst.