Tilkynnt var í morgun um handhafa Nóbelsverðlaunanna í bókmenntum árið 2020. Heiðurinn að þessu sinni hreppti bandaríska skáldkonan og ritgerðasmiðurinn Louise Glück, en hún hefur áður unnið til fjöldamargra verðlauna á rúmlega 50 ára ferli sínum, þar á meðal Pulitzer-verðlaunanna, National Book Award, National Book Critics Circle Award og National Humanities Medal. Má því segja að þetta sé lokafjöðurinn í ansi glæstan hatt hjá Glück.

Að sögn Nóbelsverðlaunanefndarinnar vann Glück til verðlaunanna fyrir „einstaka skáldlega rödd sem nær með íburðarlausri fegurð að gera einstaklingstilveruna sammannlega.“

Sjáið myndskeiðið hér fyrir neðan: