Tískustraumar koma og fara í bakstursheimum. Muniði ekki eftir kökupinna-, bollaköku- eða kleinuhringjaæðinu?

Nýjasta kökutrendið er svolítið skemmtilegt og heitir einfaldlega „Tsunami cakes“ eða flóðbylgjukökur. Og þær bera svo sannarlega nafn með rentu.

Kökurnar eru þannig gerðar að búin er til hefðbundin kaka og plastörk síðan vafið utan um kökuna. Ofan á hana er síðan hellt kremi og jafnvel skrauti, en lykilatriði er að kremið renni vel. Því má alls ekki nota stíft smjörkrem, frekar súkkulaði „ganache“ eða eitthvað í þá áttina. Þegar partíið byrjar er síðan plastörkin tekin varlega af kökunni og þá fellur kremið yfir kökuna líkt og flóðbylgja. Því þarf ekkert að hafa fyrir því að eyða tíma í að skreyta köku með kremi, sem oft á tíðum getur endað á versta veg.

Hér fyrir neðan má sjá nokkur myndbönd af þessari dásemd sem ég get ekki beðið eftir að prófa!

Sykurpúðasæla:

Svampur klikkar ekki:

Fallegir litir:

Skellibjalla: