Það voru tveir íslenskir frumkvöðlar sem sáu tækifæri í Covid ástandinu og ákváðu að fara í gerð afsláttarvefs og smáforrita fyrir bæði Android og iPhone til að auðvelda söluaðilum að koma vörum sínum og þjónustu á framfæri. Jafnframt er afsláttarvefurinn mikivægur fyrir okkur neytendur til þess að geta leitað á einn stað til að skipuleggja ferðalög okkar í sumar.

Nú þegar hafa öflugir Facebook hópar byrjað að safna saman upplýsingum og fólk er að leita ráða þar, eins og t.d. í hópnum Landið mitt ísland sem telur um 30.000 notendur þegar þetta er skrifað. Það verður þó að segjast eins og er, að erfitt er að hafa yfirsýn yfir þá aðila sem eru að veita þjónustu, því spurningar um gistingu og afþreyingu er dælt inná tímalínu hópsins og við þekkjum öll að erfitt getur verið að hafa yfirlit yfir því sem er að gerast í svona stórum hópum.

Þar kemur sidastisens.is sterkur inn, því afsláttarvefurinn og smáforritin í símum verða tengd við Google maps svo auðvelt er að staðsetja hvar maður vill skoða tilboðin.

Öll fyrirtæki geta að kostnaðarlausu sent inn tilboð á vefinn og eru einu skilyrðin að tilboðið skuli hljóði uppá minnst 20% afslátt af hefðbundu verði.

Dæmi um tilboð sem notendur geta nýtt sér eru:

  • Gisting, þar má nefna, hótel, gistiheimili, sumarhús, gistingu á hjólum og fleira.
  • Afþreying eins og snjósleðaferðir, kayak, fjórhjólaferðir, spa, hvalaskoðun og skipulagðar ferðir svo einhvað sé nefnt.
  • Matur, veitingastaðir, skyndibitastaðir ofl, það verða síðan góð tilboð af bílaleigubílum.

Fyrirtæki geta áfram sent inn tilboð eftir opnun afsláttarvefsins með því að senda tölvupóst á sidastisens@sidastisens.is

Við hjá Fréttanetinu erum spennt fyrir ferðalögum innanlands í sumar og bíðum eftir að þessi kærkomna viðbót fyrir okkar ferðaplön opnar.