Nú styttist í jólin og margir sem eru orðnir ansi vanir í kósístundum heima hjá sér í skugga kórónuveirunnar.

Því eru gleðitíðindi að margt nýtt er komið eða væntanlegt á Netflix, eina stærstu efnisveitu heims, en hér fyrir neðan er stiklað á stóru yfir það sjónvarpsefni sem hægt er að háma í sig í desember.

Ari Eldjárn: Pardon My Icelandic

Uppistand
Frumsýning: 3. desember

Tímamót í íslenskri grínsögu og skylduáhorf fyrir alla Íslendinga. Ari Eldjárn flytur sitt sívinsæla uppistand á einni stærstu efnisveitu heims. Til hamingju Ari!

The Surgeon’s Cut

Sería 1 – heimildaþættir
Frumsýning: 9. desember

Fjórir skurðlæknar fara yfir ferilinn, bæði einkalífið og starfsframann.

Rose Island

Kvikmynd
Frumsýning: 9. desember

Sérvitur verkfræðingur byggir sína eigin eyju við strendur Ítalíu og lýsir því yfir að eyjan sé þjóðríki. Þetta vekur athygli heimsbyggðarinnar, sem og ítalskra yfirvalda.

Jurassic World: Fallen Kingdom

Kvikmynd
Frumsýning: 11. desember

Ein gömul og góð. Vísindamaðurinn Owen Grady og athafnakonan Claire Dearing eru í kapphlaupi í tímann við að bjarga risaeðlum frá eldgosi.

The Mess You Leave Behind

„Limited series“
Frumsýning: 11. desember

Kennari ræður sig til starfa í miðskóla en á hana leita undarlegar hugsanir um dularfullt dauðsfall í skólanum nokkrum vikum áður. Svo mikið að hún byrjar að óttast um eigið líf.

Tiny Pretty Things

Sería 1
Frumsýning. 14. desember

Stjörnunemandi í virtum balletskóla dettur úr námi eftir árás. Balletdansarinn sem kemur í staðinn sér fljótlega að balletheimurinn er talsvert harðari en almenningur gerir sér grein fyrir; heimur fullur af lygum, svikum og samkeppni.

The Ripper

„Limited series“ – heimildaþættir
Frumsýning: 16. desember

Heimildaþættir um raðmorðingjann sem gekk undir nafninu Yorkshire ripper, en hér í raun Peter Sutcliffe. Breska lögreglan átti í stökustu vandræðum með að hafa hendur í hári hans á áttunda áratug síðustu aldar.

Pope Francis: A Man of His Word

Heimildaþættir
Frumsýning: 18. desember

Kvikmyndagerðarmaðurinn Wim Wenders ferðast um heiminn með Frans páfa og kynnir sé mismunandi mannúðarsjónarmið hinna ýmissu kynslóða.

Sweet Home

Sería 1
Frumsýning: 18. desember

Mannfólk breytist í óð skrímsli og hrellir mann og annan. Einn unglingur og nágrannar hans berjast fyrir lífi sínu og raun mannkynsins alls.

Bridgerton

Sería 1
Frumsýning: 25. desember

Daphne Bridgerton leitar að ástinni meðal aðalsfólks í London og fellur fyrir hertoga sem er alls ekki á biðilsbuxunum.

The Midnight Sky

Kvikmynd
Frumsýning: 23. desember

Hollywood-stjarnan George Clooney leikstýrir og leikur í þessari nýju mynd, sem var að hluta til tekin upp á Skálafellsjökli á Íslandi. Myndin er byggð á skáldsögunni Good Morning Midnight eftir Lily Brooks-Dalton og gerist eftir að siðmenning hefur að mestu lagst af. Vísindmaður og geimfari reyna það sem þeir geta að lifa af og finna fleiri eftirlifendur í heiminum.

Best leftovers ever!

Sería 1 – raunveruleikasjónvarp
Frumsýning: 30. desember

Í hafsjó matreiðslukeppna í sjónvarpi kemur hér sniðugur þáttur þar sem vanir og færir okkar umbreyta afgöngum í veislumat.