Í gegnum tíðina hafa margir íþróttamenn öðlast frægð og frama innan sinnar íþróttar og jafnvel utan. Einn þeirra er O.J. Simpson en hann er kannski þekktari fyrir alræmdan bílaeltingaleik á hvítum Ford Bronco og réttarhöldin sem komu í kjölfarið heldur en feril sinn í amerískum fótbolta. Þó að íþróttaferill hans hefi ekki verið neitt sérstaklega langur var hann um margt viðburðaríkur og sögulegur.

Skólaárinn, einkunnir og Heisman verðlaunin

O.J. sýndi snemma góða takta í amerískum fótbolta en ekki svo mikið námslega og komst hann því ekki að hjá stórum háskóla eins og maður flestir bjuggust við. Þess í stað fór hann í minna þekktann skóla, City College of San Fransisco þar sem hann síðan blómstraði bæði í ruðning og námi. Eftir það bauðst honum að sækja USC ( Univeristy of South Carolina) og þar stóð hann sig mjög vel strax á fyrsta ári. Frammistaða hans á lokaárinu var þó betri en hann var nánast óstöðvandi með boltann og fékk fyrir vikið Heisman verðlaunin fyrir frammistöðu sína en þau eru veitt þeim sem þykir hafa staðið sig best í háskólaboltanum í Bandaríkjunum.

Viðtal við O.J. Simpson á skólaárum í USC – myndband fengið frá Entertainment Tonight.

 

Söguleg frammistaða með Buffalo Bills

Buffalo Bills áttu fyrsta valrétt í nýliðavalinu árið 1969 og völdu þeir O.J.. Eftir óvenju langar samningaviðræður skrifaði O.J. undir samning við liðið sem þótti mjög hagstæður fyrir hann enda tilefni til. Eftir brösótta byrjun hjá liðinu og þjálfaraskipti var loksins farið að glitta í þann O.J. Simpson sem fólk þekkir úr ameríska fótboltanum. Árið 1972 hljóp hann mest af öllum með boltann eða 1251 metra. Árið eftir varð hann fyrsti leikmaðurinn til að hlaupa meira en 2000 metra á leiktíðinni, hljóp 2003 metra í aðeins 14 leikjum. Það reyndist hápunktur ferilsins hjá honum og árin eftir voru góð en ekkert í líkingu við gullárið hans 1973.

O.J á að baki 11 tímabil með Buffalo Bills og San Fransisco 49’ers og hefur hlotnast sá heiður að vera valinn í Pro Football Hall of Fame og NFL ALL Time Team.

Frægðarsól O.J Simpson dvín

Frægðarsól O.J skein sem mest á atvinnumannaferli hans í amerískum fótbolta. Margir muna eftir honum í kvikmyndum, þótti frammistaða hans kannski á pari við námsferil hans en hann lék í fjölmörgum myndum og þáttum á sínum tíma. O.J. hefur alltaf verið naskur á að koma sér í sviðsljósið en undanfarin ár hefur það verið tengt afbrotum frekar en afrekum. Árið 1990 var hann sýknaður af morðákæru en hann átti að hafa myrt fyrrverandi eiginkonu sína, Nicole Brown Simpson og vin hennar Ron Goldman. Hann reyndar tapaði því máli fyrir Borgaralegum rétti og var dæmdur til að greiða fjölskyldum Nicole og Ron 33.5m Bandaríkjadollara í skaðabætur.

Þetta reyndist ekki vera síðasta glíma O.J. við lög og reglur en árið 2007 var hann sakfelldur fyrir vopnað rán og mannrán og dæmdur til 33 ára fangelsis, þar af 9 ár óskilorðsbundið.

Hann losnaði úr fangelsi 1. október 2017. Flestir tengja O.J frekar við hvítan Bronco eða leðurhanska sem engan veginn passaði heldur en mikinn íþróttamann sem þótti óstöðvandi þegar hann tók á rás með boltann. Hann reyndist varnarmönnum andstæðinga sinna erfiður og sama má segja um laganna verði, en á endanum tókst þeim báðum að hindra för hans.

Í dag virðist O.J. Simpson njóta lífsins í golfi og virkur á Twitter.