Íslenski stórleikarinn Ólafur Darri Ólafsson er sagður vera metinn á 13 milljónir dollara sem er miðað við núverandi gengi krónunnar rúmlega 1800 milljónir íslenskra króna. Þetta kemur fram á amerísku vefsíðunni Idolnetworth þar sem birtar eru upplýsingar um fjárhagsstöðu leikara og listamanna.

Í gagnagrunni vefsíðunnar imdb.com kemur fram að Ólafur hafi leikið í 79 kvikmyndum og sjónvarpsþáttaseríum en þar fyrir utan á Ólafur Darri farsælan feril á leiksviðinu og er einn af stofnendum leikfélagsins Vesturport, sem hefur komið fram og sett upp sýningar og vakið athygli víða um heim.

Meika það í Hollywood

Ólafur Darri fæddist í Connecticut í Bandaríkjunum árið 1973. Hann hefur búið á Íslandi mestan hluta ævi sinnar og starfar í fullu starfi sem leikari.  Á síðunni kemur fram að Ólafur Darri hafi lokið námi við Leiklistaskóla Íslands árið 1998 og átt farsælan feril sem leikari bæði í Þjóðleikhúsinu og í Borgarleikhúsinu auk verkefna sem hann hefur tekið þátt í með leikhópi sínum í Vesturporti.

Meðal þeirra verkefna sem Ólafur vinnur að þessa dagana er kvikmyndin Eurovision en handritshöfundur hennar er Will Farell sem einnig leikur í myndinni auk Pierce Brosnan Demi Lovoto og íslenska leikarinn Jóhannes Haukur Jóhannesson sem eins og Ólafur Darri er kominn í hóp örfárra íslenskra leikara sem sannarlega hafa meikað það í Hollywood í burðar hlutverkum í stórmyndum með mörgum af frægustu leikurum heims.

Má þess einnig geta að leikarinn Jóhannes Haukur Jóhannesson er sagður eiga eða vera metinn á 18 milljónir dollara eða 2600 milljónir íslenskra króna, en frá þessu er greint á vefnum NetworthPost. Í viðtali við mbl.is á síðasta ári segist Jóhannes Haukur hafa fjárfest í glæsilegu 355 fm einbýlishúsi á Laugarásvegi fyrir sig og fjölskyldu sína, en hann hefur leikið í 49 kvikmyndum og þáttaseríum á ferlinum. Eins og Ólafur Darri á hann þar að auki farsælan feril í leikhúsum á Íslandi.