„Aldrei gefast upp.“

Ólafur H. Móberg gefst ekki upp. Í gegnum allskyns mótlæti í lífinu einkennist leið hans Óla Helga af ótrúlegu hugrekki og sjálfstrú.

Hugrekkið fleytti honum til Ástralíu og Ítalíu og ástríðan hans fyrir leiklist og skapandi vinnu fleytti honum í heim drag senunnar á Íslandi þar sem hann kemur fram undir nafninu Starína.

ÞÍN EIGIN LEIÐ er tekið upp í Nóa Siríus stúdíói Podcaststöðvarinnar. Fylgstu með minni leið á Instagram og á Facebook.