Þessi uppskrift er af síðunni Fuss Free Cooking og er hún tilvalin til geymslu í uppskriftabókinni því hún er snilld! Þessi kjúlli passar rosalega vel í vefjur með grænmeti eða bara með hrísgrjónum.

Ofureinfaldur kjúklingur

Hráefni:

2 msk. tómatpúrra
2 msk. sesamfræ
1 msk. sesamolía
2 msk. sojasósa
500 g kjúklingalundir

Aðferð:

Hitið ofninn í 180°C og setjið smjörpappír á ofnplötu. Blandið öllum hráefnum saman í skál nema kjúklingnum. Blandið kjúklingnum saman við sósuna þannig að hún þeki hann og raðið kjúklingnum síðan á ofnplötu. Bakið í 25 til 30 mínútur og berið strax fram, jafnvel með salati eða hrísgrjónum.