Það krefst mikillar þolinmæði að mynda dýr, sérstaklega þau sem eru villt í náttúrunni. Ljósmyndarinn Suren Manvelyan hefur hins vegar náð ótrúlegum myndum af alls kyns dýrum.

Manvelyan tekur nærmyndir af augum dýra, allt frá flóðhestum til hunda, og getur maður hreint út sagt gleymt sér í að skoða myndirnar.

Augun eru spegill sálarinnar og það er magnað að sjá hve ólík augu mismunandi dýra eru.

Hér fyrir neðan eru nokkrar myndir eftir Manvelyan, en fleiri myndir af augum dýra er að finna á heimasíðu hans.

Ugla

Flóðhestur

Lamadýr

Hestur

Krókódíll

Husky-hundur

Híena

Önd

Páfagaukur