Nýjar leiðir til að skemmta sér og hafa samskipti við umheiminn hafa fæðst í heimsfaraldri COVID-19. Fólk er auðvitað mishugmyndaríkt en nú um helgina leit dagsins ljós eitt ótrúlegasta og áhugaverðasta Instagram-myndband ársins, svo vægt sé til orða tekið.

Myndbandið hefst á áhættuleikkonunni Zoë Bell, sem hefur verið áhættuleikkona fyrir Umu Thuman í Kill Bill-myndunum og Lucy Lawless í Xena: Warrior Princess, svo fátt eitt sé nefnt. Zoë sést sitja á sófanum að lesa bók í upphafi myndbandsins og segir síðan:

„Mér leiðist svo! Mig langar bara að leika við vini mína,“ segir hún, grýtir síðan bókinni í burtu og segir:

„Bíðið nú hæg, ég get leikið við vini mína!“

Þá hleypur Zoë að myndavélinni og sparkar í hana. Það sem gerist næst er hreint út sagt magnað. Hver fræg konan á fætur annarri kemur í mynd og sparkar, kýlir, slær eða hendir einhverju í næstu frægu konu. Myndbandið er listilega vel klippt saman sem og leikstýrt og ljóst er að það hefur tekið ansi marga daga í vinnslu.

Meðal kvenna sem berjast í myndbandinu eru Cameon Diaz, Drew Barrymore, Scarlett Johansson, Halle Berry, Juliette Lewis og Zoe Saldana, en myndbandið er hluti af Boss Bitch Fight-áskoruninni.

„Skemmtileg leið til að berjast gegn leiðindum með hörðum skvísum!“ skrifar leikkonan Cameron Diaz við myndbandið, sem má sjá hér fyrir neðan. Búið ykkur undir að gleyma stund og stað í rúmar fimm mínútur.

View this post on Instagram

So much fun to participate in @therealzoebell’s #BossBitchFightChallenge. Fun way to fight boredom with some badass babes! 🥊💥. . . @camerondiaz @rosieperezbrooklyn @traciethoms @rosariodawson @dhlovelife @florencepugh @lillyaspellactress @julia_butters @halleberry @reallucylawless @scarlettjohanssonworld @drewbarrymore @danielaruah @margotrobbie @kaitlinoslon @itssophiadimartino @zoesaldana @thandienewton @juliettelewis#BossBitchFightChallenge #LockdownKnockdown #ZoeBell #ScarlettJohansson #MargotRobbie #CameronDiaz #LucyLawless #HalleBerry #JulietteLewis #FlorencePugh #RosarioDawson #RosiePerez #TracieThoms #ThandieNewton #ReneeEliseGoldberry #DrewBarrymore #DanielaRuah #ZoeSaldana #KaitlinOlson #SophiaDiMartino #JuliaButters #LillyAspell #StuntWomen #GirlsDoItBetter

A post shared by Cameron Diaz (@camerondiaz) on