Ég elska, elska, elska kjúklingavængi – sérstaklega ef þeir eru þokkalega bragðsterkir. Ég fann þessa uppskrift á síðunni Taste of Home en leynihráefnið í þeim er gosdrykkurinn kók. Ég mæli hiklaust með þessum vængjum!

Kók kjúklingavængir

Hráefni:

1,4 kg kjúklingavængir
1 bolli „hot sauce“
350 ml kók
1 msk. sojasósa
¼ tsk. cayenne pipar
¼ tsk. pipar
gráðostasósa

Aðferð:

Blandið „hot sauce“, kóki, sojasósu, cayenne pipar og pipar saman í lítilli skál. Hitið grillið og grillið vængina yfir meðalhita án sósunnar í 10 mínútur. Grillið í 30 til 40 mínútur í viðbót og penslið vængina með sósunni og snúið þeim við reglulega. Berið fram með gráðostasósu og jafnvel smá selleríi.