Við skoðum í þessum þætti óttann og kærleikann út frá meðvirkninni! Við skoðum hversu mikilvægt það er að velja tengsl út frá kærleika í stað þess að velja að trúa því sem óttinn segir við okkur.

Við förum aðeins í það að skilja tilfinninguna á bakvið hegðunina; er það ótti eða kærleikur?

Á góðum degi getum við aðeins stjórnað okkur sjálfum!

Panta tíma hjá Barböru
Panta tíma hjá Baldri

Verkefni vikunnar:

 • Spurðu sjálfa/n þig þessara spurninga.
  1. Trúi ég því að ég geti stjórnað öðru fólki?
  2. Hvernig stend ég mig í því að hafa stjórn á mér í stað þess að stjórna öðrum?
 • Spurðu nú, hvað get ég gert betur í að stjórna mér? Hvað get ég gert til að vernda tenginguna þegar ég upplifi mig sáran/særða eða hrædda/n
 • Segðu þetta upphátt
  1. Það er mitt verk að stjórna mér!
  2. Ég á ekki að stjórna öðru fólki.
  3. Ég fæ ekki að stjórna öðru fólki!
  4. Mitt aðalmarkmið og forgangur í samböndum er að byggja og vernda tenginguna.