Það bjuggust allir við sigri KR á heimavelli í kvöld en liðið vann Val 1-0 í fyrstu umferð. HK tapaði á sama tíma 3-2 gegn FH.

Rúnar Kristinsson þjálfari KR hrósaði gestunum fyrir frábæran leik og sagði sigur þeirra verðskuldaðan.

Þeir hentu sér fyrir allt, fórnuðu lífi sínu í þetta, vörðust vel og gerðu okkur mjög erfitt fyrir. Nýttu sín tækifæri og unnu þennan leik sanngjarnt.

Valur vann sinn leik örugglega með þremur mörkum gegn engu og fengu sín fyrstu stig.

Markalaust var hjá KA og Víkingum á Akureyri.

Úrslit dagsins

KA 0  :  0 Víkingur R.
Sjá leikskýrsluna frá leiknum

Grótta 0 : 3 Valur
0-1 Haukur Páll Sigurðsson(17′)
0-2 Kaj Leo í Bartolsstovu(24′)
0-3 Sigurður Egill Lárusson(62′)
Sjá leikskýrsluna frá leiknum

KR 0 : 3 HK
0-1 Valgeir Valgeirsson(44′)
0-2 Birkir Valur Jónsson(57′)
0-3 Jón Arnar Barðdal(88′)
Sjá leikskýrsluna frá leiknum

Þrír leikir eru á morgun í Pepsi Max deild karla

16:45 Fjölnir : Stjarnan
19:15 Fylkir : Breiðablik
19:15 FH : ÍA