Það eru allir búnir að vera mikið heima upp á síðkastið og virðist ekki vera að við séum á leið í party eitthvað á næstunni. Þá er um að gera að finna sér eitthvað að dunda og ekki verra ef það er eitthvað eins hagnýtt eins og að læra að prjóna. Svo eru alveg að koma jól og fátt betra en handgerð gjöf full af ást og hlýju.

Hrund Pálmadóttir heldur uppi síðu á facebook sem heitir Prjónahjálp og þar eru allskonar fróðleikur og kennslu myndbönd á íslensku. Hún er líka að selja handprjónaðar tilbúnar vörur undir merkinu Ástríða.

Það er svo kannski ekki fyrir alla að mastera prjónaskap. Þá er hægt að einfaldlega styðja við frábært handsverksfólk og versla af þeim jólagjafir. Ég er allavega að spá í að nýta mér þetta frábæra framtak hennar Hrundar og læra að prjóna með krökkunum í haustfríinu.