Væg huglæg vanlíðan, sem margur heimsbúinn upplifir af og á, flokkast ekki beint undir sjúkdóm en hrjáir okkur engu að síður og getur tekið af okkur völdin á bugandi álagstímum og undir erfiðum plánetuáhrifum. Ef ekki skoðað og meðhöndlað getur þetta þróast yfir í alvarleg vandamál og bugandi sjúkleika.

Meðferð huglægrar vanlíðunnar samkvæmt hinum fornu og heilögu ayurveda læknisfræðum felur í sér fyrst og fremst uppbyggingu á sattva, eða hreinleika. Samkvæmt Ayurveda eru sattva, rajas og tamas frumkraftar alls lífs. Sattva táknar sköpun, frjósemi, hreinleika og léttleika. Rajas tengist eldinum og þeim umbreytingarkrafti sem bæði byggir upp og brýtur niður. Tamas táknar eyðingu og þyngsli og sýnir sig í græðgi og siðleysi á sviði mannlegra samskipta. Hvert lifandi sprek í þessum heimi ber með sér eilítið af sattva, eilítið af rajas og eilítið af tamas. Jafnvægi allra er nauðsynlegt viðhaldi lífsins. Sattva er nýfætt barn sem glórir af heilbrigði og fullkomnun en of mikið sattva sýnir sig í of miklum nautnum eða misnotkun skynfæranna, rajas í ofgnótt getur stuðlað að vanlíðan og ofvirkni huga og taugakerfis, tamas eru þyngsli og með of miklum þunga má sjá hvernig flæði sköpunnar og greindar stíflast og staðnar. Allar eiga þrjár eiga sér tvo póla, heilbrigðan pól og óheilbrigðan pól. Sattva er okkar mesti vinur og stuðlar að uppbyggingu Ojas, sem er hin fullkomna útkoma heilbrigðrar meltingar og upphafsstuðull fullkomins heilbrigðis.

Á öllum stundum streyma þessir kraftar í gegnum okkur, bæði í gegnum vitundina og gjörðir okkar. Hægt er að byggja upp sattva í gegnum sattvískt matarræði, en þó ávallt í samhengi við vandlega meðhöndlun sinnar ríkjandi líkamsdósju á sama tíma. Ávextir eru sattvískir og stuðla að huglægu jafnvægi, óunnar kornvörur (heilkorn) styrkja hugann, lífrænar mjólkurvörur næra hjartastöðina og olíur á borð við Ghee styrkja taugaverfi. Alla þessi þætti þarf að skoða. Í gegnum lífsstíl byggjum við upp sattva með að fara snemma á fætur og að fylgja ferðum Sólarinnar eins og hinar fornu ayurveda ritningar taka fram. Þetta er ekki auðvelt fyrir okkur íbúða á norðlægum slóðum. En við gerum okkar besta. Iðkanir sem flokkast undir sattva eru meðal annars yoga, pranayama öndurnaræfingar, möntrur og hugleiðsla. Að setjast niður í 30 mínutna hugleiðslu daglega getur gert kraftaverk ef iðkuð af heilindum og reglusemi. Sattvískir eiginleikar á borð við trú, ást, samúð, heiðarleika og sannsöglni ætti að temja sér meðvitað og af einlægni. Einlæg sjálfsskoðun og sjálfsþekkingarleit er mikilvæg og ætti að vera hluti af okkar daglega lífi. Einnig er sattvísk iðkun að opna fyrir þjónustu við náungann, með að færa athyglina frá eigin þjáningum og miðla kærleiknum til annarra.

Olíunudd er talið afar sattvísk lífsstílsviðbót. Mjúklegt olíunudd á höfuðsvæði er nærandi og róandi fyrir hugarlíf. Þungar olíur eru bestar í þessum tilgangi, bæði sefandi og bæta lengd og gæði svefns. Sesamolía er hér best fyrir vata líkamsgerð eða kókosolía fyrir pitta líkamsgerð. Kaffa líkamsgerð þarf lítið að nota olíur. Gott er svo að bæta út í þær taugasefjandi jurtum á borð við gotu kola fyrir pitta (brahmi olía kölluð) eða ashwanganda í sesamolíu fyrir vata ójafnvægi (kvíða, óróleika, ótta o.s.frv.). Ilmkjarnaolíur á borð við sandalvið eru góð viðbót enda auka við friðartilfinningar. Basilíka, mirra, frankinsense, salvía og mynta hreinsa samskiptarásir hugans og stuðla að meiri næmni og sveigjanleika. Þægilegar heitar ilmkjarnaolíur má bera á enni (til að auka við næmni og skynjun) eða efst á höfuðkúpu (til að auka við greindarflæði) eða aftan á höfuð þar sem höfuð og háls mætast (til að róa dýpri vitund). Olíur má bera á nef og inní nef og hafa þær beina virkni á hugarlíf. Kviðnudd er gott til að leysa um sárar tilfinningar sem við geymum oft á því svæði, í kringum naflann sem er miðstöð prana í líkamanum. Skemmtilegar og auðveldar leiðir til að létta þungt hugarlíf er notkun góðra reykelsa og iklmkjarnameðferðar. Sandalviður er þar bestur og stuðlar að mesta alhliða jafnvæginu. Að brenna kamfóru, slavíu eða sedrus hreinsar herbergi og híbýli. Jasmín hreinsar tilfinningar og eykur við ást og samúð. Gardenía hreinsar hjartastöðina. Einnig eru fersk blóm og litadýrð góð og nærandi fyrir hjartað. Litameðferð er mjög hjálpleg. Hvítur litur stuðlar að frið og hreinleika. Djúpur blár stuðlar að frið og hlutdrægni. Gullin litur eflir greinandi færni og dómgreind. Grænn stuðlar að frið og almennu jafnvægi.

Jurtir sem almennt auka við hugarró eru jatamamsi, valerian, múskat, ástríðublóm og asafoetida.

Að lokum má nefna einnig steina, kristalla og eðalsteina sem eru stórkostleg leið til að efla og styrkja hugarlíf. Bestu eðalsteinarnir fyrir hugarlíf eru perlan og tunglsteinn. Gæta skal þó að skoðun stjörnukorts fyrir notkun eðalsteina. Perlan er til dæmis róandi og miðlar þér sterkjum áhrifum tunglsins en fyrir sum rísandi merkin eins og bogmenn og ljón eru þetta óæskileg áhrif þar sem tunglið miðlar þeirm hvort um sig umbreytingarsömum áhrifum áttunda húss eða kostnaðarsömum áhrifum tólfta húss.

Heildræn notkun þess sem að ofan er tekið saman er ávallt besta leiðin. Að smám saman bæta eflandi nýjum venjum inní daglegan hrynjandi. Hægt og bítandi er ávallt best og líklegra til að fylgja okkur um lengra skeið. Gangi ykkur vel!