Vænst er að rafbílasala í Evrópu muni hafa þrefaldast árið 2020 miðað við árið í fyrra, og búist er við að hún fari upp í allt að 15% markaðshlutdeildar fyrir árið 2022.

Talið er að ein stærsta ástæðan fyrir þessari aukningu séu strangar reglugerðir Evrópuþings á undanförnum árum hvað varðar kolefnislosun. Munu þær halda áfram að verða strangari með jöfnu millibili allt til ársins 2030.

Náttúruverndarhugveitan Transport & Environment gáfu út skýrslu um framfylgni kolefnismála á dögunum. Í henni stóð meðal annars að rafbílasala væri í mikilli uppsveiflu vegna þrengri reglugerðra þingsins. Til stendur að herða enn reglurnar á næsta ári, sem bendir til þess að stefnan sé tekin á umhverfisvænni eldsneytisbifreiðar og meiri framleiðslu á rafbílum.

Samkvæmt rafbílaiðnaðarsíðunni Electrive mun þingið vilja þrengja 37.5% minnkunartakmarkið fyrir 2030 upp í 50%, þannig að heildarkolefnislosun yrði þá helmingi minni þá en hún er í dag. Þýskir bílaframleiðendur hafa lýst yfir óanægju sinni við þessar fréttir og segja að reglugerðirnar séu nú þegar mjög metnaðarfullar. Fyrri þrengingar á reglugerðum höfðu farið í gegnum þingið með yfir 500 já-atkvæðum gegn tæplega 100 nei-atkvæðum. Því munu margir umhverfissinnaðir stjórnmálamenn vera þeirrar skoðunar að strangari reglur séu vel mögulegar.

Sumir bílaframleiðendur mæta nú þegar núverandi stöðlum og myndu litlu þurfa að breyta til að passa innan ramma þeirra þrenginga sem standa til 2021. Þar á meðal má telja PSA Group (sem framleiðir meðal annars Peugeot, Citroen og Opel), Tesla, Volvo og BMW. Renault, Nissan, Toyota, Mazda og Ford þurfa þá aðeins að minnka losun sína um tvö grömm á kílómeter til að mæta stöðlunum.