Eigandi veitingastaðarins Kaizen Shabu Shabu í Santa Ana í Kaliforníufylki hefur ákveðið að fara alla leið í hrekkjavökugleðinni og býður því upp á sérstaka hryllingsþemaða rétti út október þar sem má finna ýmis kunnugleg andlit af hvíta tjaldinu. Hann deildi nokkrum slíkum á Instagram-síðu staðarins um daginn, og afraksturinn er ansi ógnvekjandi — en á sama tíma óskiljanlega girnilegur enn.

Instagram-síðu staðarins má finna hér.