Ástralski leikarinn og Óskarsverðlaunahafinn Russell Crowe, eða öllu heldur persónan sem hann leikur, gengur heldur betur af göflunum í myndinni Unhinged eftir Derrick Borte sem frumsýna á í byrjun júlí. Fyrsta stiklan úr henni var frumsýnd í gær.

Í myndinni leikur Russell mann sem virðist vera að ganga í gegnum erfiðan skilnað, eða það er alla vega gefið í skyn í stiklunni.

Þegar ung móðir (Caren Pistorius), sem er á hraðferð með son sinn (Gabriel Bateman) í skólann, flautar á hann í umferðinni og tekur svo framúr honum ákveður maðurinn að elta hana uppi og krefjast afsökunar á að hafa flautað á hann.

Því neitar móðirin … en við það fer persóna Russells gjörsamlega af hjörunum og líf móðurinnar og allra í kringum hana breytist í martröð.

Kannski hefði verið betra að biðjast bara afsökunar?

Sjón er sögu ríkari: