Hér er um að ræða eitt umfangsmesta mál sem við höfum og munum taka fyrir.
Saga sem er svo sannarlega með þeim frægustu og jafnframt þeim umdeildustu.

Málið er heimsfrægt og hefur lengi verið á vörum manna og mun líklega alltaf vera það.

Stórmyndin The Exorcism of Emily Rose er að stórum hluta byggð á lífi og dauða ungrar konu frá Þýskalandi.

En hver er sanna sagan?

Þorir þú í alvöru að hlusta?

ATH- Þátturinn er alls ekki við hæfi barna.

Annelise við fyrstu altarisgöngu sína.
Michel fjölskyldan, Annelise er lengst til vinstri með hönd á öxl móður sinnar.
Annelise Michel þegar hún var í námi.
Þegar andsetningin var sem verst gat Annelise ekki staðið sjálf í fæturna.
Líkami hennar var þakinn marblettum og sárum.
Annelise vóg aðeins 30 kg þegar hún lést 23 ára að aldri.

HÉR má finna allt ‘transcript-ið’ og 90 mín. hljóðupptöku af einni særingunni sem gerð var á Annelise Michel.

Við nefnum oft talnaband í þættinum og hér er skýringarmynd á notkun þess.
Tveimur árum eftir dauða Annelise var kista hennar grafin upp.
Faðir Alt og Faðir Renz voru ákærðir ásamt foreldrum Annelise fyrir manndráp af gáleysi.
Þótt Annelise hafi hvorki borðað né drukkið í margar vikur fyrir dauða sinn og neitaði læknisheimsóknum, voru prestarnir dæmdir sekir.
Opinber dánarorsök er að Annelise lést af völdum næringarskorts.
Í dag gera strangtrúaðir sér pílagrímsferð að leiði hennar og má líkja henni við dýrlingi.
6.6.2013 Kviknaði í gamla heimili Annelise. Eldurinn kviknaði frá íkveikju úr kirkjugarðslukt. Sérð þú nokkuð í eldinum?

Kvikmyndin The Exorcism of Emily Rose er byggð á sögu Annelise Michel.