Uppruna Magic Eye-myndanna, sem einnig nefnast Autostereogram-myndir (við vitum ekki annað íslenskt heiti á þeim en einfaldlega þrívíddarmyndir), má rekja allt til ársins 1838 þegar breski vísindamaðurinn Charles Wheatstone útskýrði fyrst hvernig tvær tvívíðar myndir geta orðið að einni þríviðri ef horft er á þær á ákveðinn hátt.

Þar með byrjaði 3D-tæknin að þróast og er reyndar enn í þróun. Segja má að nokkrar tegundir séu til af þessum myndum og eru þær sem við sjáum hér fyrir neðan þær algengustu, en áhugasamir geta auðveldlega fundið fleiri tegundir á vefnum.

Hvers vegna sjá sumir ekki þrívíddarmyndina?

Í raun geta eiginlega allir með tvö augu sem virka eins og þau eiga að virka (gleraugu/linsur skipta engu) séð þrívíðu myndina sem er á „bakvið“ þá tvívíðu. Þeir sem segjast ekki sjá þrívíðu myndina eiga í langflestum tilfellum bara erfitt með að horfa á myndina á réttan hátt og/eða brestur þolinmæði að bíða eftir að sú þrívíða kemur í ljós. Það getur tekið dálítinn tíma.

Til að sjá þrívíðu myndina þarf maður annað hvort að horfa á hana rangeygð(ur) eða, eins og í tilfellunum hér fyrir neðan, að horfa í gegnum þær. Sumir lýsa því þannig þú látir þig fá störu á myndina en aðrir að þú reynir að horfa á ímyndaðan punt í sirka 20-30 cm fjarlægð aftan við myndina. Ef horft er nógu lengi á þennan punkt byrjar sú þrívíða að birtast.

Um leið og augun sjá þrívíðu myndina getur maður auðveldlega skoðað alla hluta hennar eins og hún sé í kassa sem horft er inn í. Því lengur sem maður horfir því skýrari verður myndin og því lengra frá henni sem maður er því dýpri verður hún líka. Um leið og maður sér sína fyrstu þrívíðu mynd sér maður þær allar, þótt vissulega séu sumar „erfiðari“ en aðrar.

Annars má lesa sig til um þessar myndir og tæknina á bak við þær hér og með gúggli er hægt að finna hundruði svona mynda og allar mögulegar tegundir af þeim.

Tveir höfrungar Bowser úr Mario-leikjunum Bréfaklemma Gíraffi Hestur Höfrungur Þrír hringir Íkorni Ljónynja (alla vega stórt kattardýr) Mörgæsir Fugl YES!